fimmtudagur, ágúst 26, 2010

Bókaveggurinn minn


Hér er að líta safn mitt af bókum úr bókaflokknum Ísfólkið. Svona að mestu, þarna eru líka nokkrar Morgan Kane bækur.

mánudagur, ágúst 17, 2009

amazzzzon


þriðjudagur, desember 05, 2006

Obviously, you're not a golfer

Amazon púnktur kó púnktur jú kei er einn af uppáhaldsvefjum mínum. Í gærkvöld rann á mig kaupæði og fyrr en varði hafði ég keypt sjö bíómyndir og tvo hljómdiska.
Ég lét loks verða af því að versla Big Lebowski, sem er mitt uppáhald. Hann keypti ég í pakka með þremur öðrum myndum eftir Coen bræður sem eru hver annari betri.
Svo verður haldið glæpaþaramon um jólin því ég verslaði einnig Scarface, Goodfellas og Casino. Fyrir slikk!

Reyndar var allur gærdagurinn einn risa eyðslukastsdagur því við Maxí sáum svo sannarlega til þess að jólakötturinn kemur ekki við í Reykjahlíðinni næstu 10 jól.

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Fótboltabjánar

Þessa frétt fann ég í fréttasafni RÚV:

Búlgarinn Manchester United hefur unnið tveggja ára baráttu fyrir því að fá að heita þessu nafni. Fyrst fékk hann fornafni sínu breytt úr Marin í Manchester og eftir tveggja ára baráttu fyrir dómstólum fékk hann eftirnafninu breytt úr Zdravko í United. Hann er 38 ára, býr í smábænum Svisthov ásamt móður sinni og kettinum David Beckham.

Það er sko ekkert skrýtið að United skuli búa hjá mömmu sinni, 38 ára gamall.

Hvernig hljómar Þróttur Rafnsson?

mánudagur, nóvember 27, 2006

Ræktin í morgun

Underworld - Bigmouth
Beastie Boys - The Sounds of Science
Sonic Youth - Teenage Riot
Undertones - Teenage Kicks
Beach Boys - Good Vibrations
David Bowie - Diamond Dogs
Underworld - Rez
The Roots - Don't feel right
Beastie Boys - Get it together
Oasis - Cigarettes & Alcohol
The Black Keys - Set You Free
Kiss - Strutter
Slade - C'mon Feel the Noise
The Cure - Why can't I be You
Arcade Fire - Rebellion lies
Beach Boys - Darling

Ú je. Bráðum verð ég eins og Charles Atlas.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Ræktin í morgun

Underworld - Bigmouth
Beastie Boys - The Sounds of Science
Sonic Youth - Teenage Riot
Undertones - Teenage Kicks
Beach Boys - Good Vibrations
David Bowie - Diamond Dogs
Underworld - Rez
The Roots - Don't feel right
Beastie Boys - Get it together
Oasis - Cigarettes & Alcohol
The Black Keys - Set You Free
Kiss - Strutter
Slade - C'mon Feel the Noise
The Cure - Why can't I be You

Ú je. Bráðum verð ég eins og Charles Atlas.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Tækniframfarir til framtíðar!

Árni Johnsen er eins og Síonistarnir sem sprengja saklaust fólk í tætlur. Allavega að því leyti að misgjörðir beggja eru bara "tæknileg mistök".

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Stóri bróðir til framtíðar!

Hver á að fylgjast með þeim sem fylgist með?

http://news.independent.co.uk/uk/crime/article1948209.ece

sunnudagur, október 29, 2006

Trompet til framtíðar!

Enn tekst Herb Alpert að koma mér í gott skap. Undarlegir þessir sunnudagsmorgnar.

Ég kemst í þvílíkt stuð. Ég lýsi eftir kommbakki frá íslensku gleðipinnasveitinni Casino! Eini diskurinn þeirra var frábær og þeir voru enn betri á böllum.

miðvikudagur, október 04, 2006

Amazon women on the moon...

...var afskaplega fyndin mynd. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið eins og yfir fyrsta atriði myndarinnar með Arsenio Hall. Hef ekki séð myndina í nærri fimmtán ár og hugsa að ég myndi verða fyrir vonbrigðum ef ég færi að glápa á hana núna. Sumar myndir endast illa, sérstaklega gamanmyndir. Einhvern tíma ætlaði ég að sýna ungum frænda mínum mynd sem heldur betur væri hægt að hlæja yfir. Þegar ég var á hans aldri sá ég Innerspace með Martin Short og fékk sinadrætti vegna hláturskrampa. Því ætlaði ég að vera skemmtilegi frændinn og leigði myndina fyrir okkur. En hún var ekki lengur fyndin. Fjarri því. Fjórtán árum áður meig ég í mig úr hlátri við það eitt að horfa á Martin Short. Ég skildi eiginlega ekki hvað hafði gerst, fór að afsaka mig og Martin og frændinn vorkenndi mér eiginlega. Því ætla ég að gera mér þann greiða að horfa ekki aftur á Amazon women on the moon.

Talandi um Amazon.

Er búinn að versla nokkrar plötur á netinu sem ég næ í þegar ég fer til Skotlands síðar í mánuðinum. Nýja TV on the Radio fer í afmælispakkann minn frá mér sjálfum, einnig Tropicalia: A Brazilian Revolution in Sound, sem er safnplata með brasilískri tónlist frá sjöunda áratugnum, sambland af bossa nova og rock'n'roll!
Svo langar mig í nýju plötuna með Yo La Tengo, Ali Farka Toure og nýju Killers Plötuna. Svo langar mig líka í meiri jöfnuð, minni mengun og frið á jörð.

þriðjudagur, október 03, 2006

Mæli eindregið gegn:


Pizza Hut.


Á Pizza Hut er hægt að fá ágætar pizzur, en maður er hafður að fífli við kassann þar sem eigendur staðarins rukka fyrir bökurnar líkt og þær væru löðrandi í kókaíni.

Eldsmiðjunni.


Frábærar pizzur, þroskaheft starfsfólk. Ef þið pantið heimsenda pizzu frá Eldsmiðjunni og hún er ekki kominn eftir tvo klukkutíma, ekki hringja til að spyrja hvort verið sé að leita að pepperonidýrinu.

Mæli ekki með:

Panic! At The Disco - A Fever You Can't Sweat Out
Þessi plata náði mér amk ekki, kannski að það komi með frekari hlustun, en hljómar of mikið eins og Blink fokkings 182 í mínum eyrum.

Mæli með:

The Fratellis - Costello Music.
Þrír töffarar frá Glasgow sem spila eðal indí- gítarrokk. Þeir hafa allir tekið upp sama eftirnafnið, þ.e. Fratelli, "a la Ramones".

Neil Young - Living With War.

Gamli gefur skít í Bush kúreka og félaga hans í DC. Mjög góð plata og textarnir hitta í mark. Let's Impeach the President er toppurinn.

Belle & Sebastian - The Life Pursuit.
Frábær plata, góðir textar, er svekktur yfir að hafa ekki séð þau í sumar.

Wolfmother - Wolfmother.
Þriggja manna band frá Ástralíu. Þeir kunna sko að rokka, eru greinilega undir áhrifum frá Deep Purple, Uriah Heap og Black Sabbath. Framúrskarandi rokk upplagt til flösuþeytinga.

The Weather man
Nicolas Cage leikur veðurfréttamann sem er ógurlegur lúser. Kjánahrollur og krampahlátur.

Transamerica
Ein af aðþrengdu eiginkonunum leikur gaur sem er að skipta um kyn, allt klárt nema það á eftir að klippa á spottann þegar...

fimmtudagur, september 28, 2006

The Búbbs

Um það bil ófyndnasta sjónvarpsefni EVER.

þriðjudagur, september 26, 2006

Trompet eru töff!

Ég er kominn með æði fyrir Herb Alpert. Hebbi og hans ómótstæðilega Tijuana Brass band hljómar ótt og títt í mín eyru þessa dagana.

Einu sinni hefði ég kallað þetta gelda lyftutónlist, en nú finnst mér þetta vera hallærislega flott.

mánudagur, september 25, 2006

Molamolar...

Sykurmolarnir með kommbakk! Það er nú með því óvæntara sem ég hef heyrt lengi.
Ég sá Kuklið í Hlaðvarpanum árið 1987, fannst þau frábær og fílaði Sykurmolana alveg frá byrjun. Sumarið 1988 hlustaði ég daginn út og inn á Life's Too Good með Sjúgarkjúbs. Ég átti ekki plötuna þá en hún var til heima hjá Hjörra. Við Hjörri eyddum þessu sumri í að þykjast reyta arfa og þykjast slá gras í unglingavinnu í Laugardalsgarðinum, og eftir "vinnu" spiluðum við og hlustuðum á plötur heima hjá Hjörra. Skemmtileg tilviljun að tónleikarnir verða á afmælisdegi Hjörvars.
Eina skiptið sem ég sá Sykurmolana var í Laugardalshöll, sennilega 1987. Mig minnir að það hafi verið á einhvers konar tónlistarhátið og ég held að þetta hafi verið fyrstu opinberu tónleikar Molanna. Þetta getur líka verið algjör vitleysa í mér, það eru orðin nærri 20 ár síðan, ég farin að fá grá hár og þarf orðið að raka á mér eyrun, svo það er ekkert skrýtið þó minnið sé farið að klikka örlítið.

Að kvöldi 30. desember 1995 sátum við Árni, Ibbi, Dóri og Stjáni á hinu frábæra kaffihúsi Café Au Lait þegar Life's Too Good var sett á fóninn. Þá hafði ég ekki hlustað á hana í nokkuð mörg ár. Platan sló auðvitað í gegn á okkar borði, gerði lundina léttari og bjórinn betri og sumblið varð eftirminnilegt.

Ég hlustaði í fyrsta skipti á Life's Too Good í langan tíma nú um helgina. Hún var betri en mig minnti.

-----

Ég verð á Hampden Park í Glasgow þann 21. október að horfa á leik Celtic og Motherwell. Újeee. Eftir leik hitti ég leikmenn liðanna í einhverju sem heitir Players Lounge.

-----

Það leið ekki sólarhringur frá því að ég spáði því að Atli myndi hætta með Þrótt þar til hann var farinn. Spámannlega vaxinn?

laugardagur, september 23, 2006

Dolli

No Regrets! Nýji geisladiskurinn með hjartaknúsaranum Adolfi Hitler.

Fóstbræður hafa elst vel. Þeir eru það fyndnasta sem sem sést hefur í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar.

Lag á heila dagsins:

Ebony and Ivory með Adolfi Hitler.

mánudagur, desember 08, 2003

HELVÍTIS!!!!!!!!!!

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Ég er ekki enn búinn að ná mér af áfallinu sem fylgdi í kjölfar falls Þróttar úr úrvalsdeildinni í sumar. Þetta var eins og endurtekin martröð. Það er eins og þetta fallega lið sé í álögum.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Reikningshald & Bókhald er ekki mitt malta. Þvílíkt krapp.

þriðjudagur, október 28, 2003

Hvar er smeðjulega kosningabrosið hans Halldórs Ásgrímssonar sem fór svo mikið fyrir í vor? Ekki það að ég sakni þess. Veit ekki hvort er þolanlegra, kosningabrosið eða byttulegi fýlusvipurinn. Maður þarf örugglega að bíða í þrjú og hálft ár til þess að sjá manninn brosa aftur.

mánudagur, október 27, 2003

Hey, lifi Þróttur!!